16.5.2007 | 22:35
Húsasmiðjan
Í dag héldum við í Húsasmiðjuna í leit að efni í byssuna. Við keyptum rör. Afgreiðslumaðurinn í lagnadeildinni var pólskur og hafði gaman af þessu framtaki okkar. Svo fórum við á Olís og keyptum dýrum dómum kveikju fyrir gasgrill. Það eina sem við erum í basli með er lokið á sprengirýmið, en það þarf að vera opnanlegt. Því miður er Ármann að fara út úr bænum þar til á laugardag og því verður lítið gert næstu daga. En ég mun reyna að gera eitthvað smálegt t.d. kaupa eldsneyti og sitt hvað fleira.
Kveðja, Adam
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.